Segir hrinuna skýra vísbendingu um að eldgosatímabil nálgist

Jarðskjálfti upp á 5,1 stig með upptök við Keili varð um hálffimmleytið nú síðdegis. Hann er sá öflugasti í dag í hinni miklu hrinu sem nú skekur suðvesturhorn Íslands og ekkert lát virðist á. Bara á síðustu tveimur sólarhringum hafa mælst hátt í eitthundrað skjálftar yfir þremur stigum. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir hrinuna núna skýrustu vísbendingu á síðari árum um að við séum að nálgast nýtt eldgosatímabil á Reykjanesskaga.

4590
02:05

Vinsælt í flokknum Fréttir