Skoðanir Högna Egilssonar

Það eru hálfgerð helgispjöll að fara um þennan þátt mörgum orðum enda orð ekki nema ómerkileg tilraun til þess að flækja veruleikann með merkingu. Veruleikinn er nefnilega til sjálfstætt og orðalaust, eins og í músík. Þar er veruleikinn þó saga og tónlistin er saga, sem er ofin úr efni goðsagna, stórsagna, mýta þeirra sem erfðaefni mannsins trúir á í blindni. Og ekki furða að maðurinn trúi, þessar sögur eru Sannleikurinn, ef hann er einhvers staðar til.

Allt ofangreint kemur efnislega fram í þættinum, svona ef einhver hingaðkominn í textanum kynni að velta vöngum yfir því hvaða vegferð höfundur væri á. Listamaðurinn á bak við hugsunina er Högni Egilsson, stundum kenndur við Hjaltalín, einnig meðlimur um tíma í Gus Gus, nú tónskáld og alvarlega mikill almennur kóngur. Hann mætir til Skoðanabræðra að kvöldlagi, tekur við embætti karlmanns vikunnar og leggur línurnar fyrir þeim, svo ekki sé sagt að hann skilgreini heiminn upp á nýtt. Hann talar allavega, ræðir listina, lífið, útlönd, geðhvörf, Kanye West, íslenska tungu, rapp, og þar fram eftir götum, eins og taka mætti til orða ef eitthvað mætti ráða af undangenginni runu hvað kæmi næst á eftir rappi.

Og þegar gengið er út úr hljóðveri eftir þáttinn er verulega tekið að rökkva enda komið vel fram á júlí, dimmblár hálfhringur, sagði skáldið, en áréttaði: Innan hans, nándir hausts.

3
1:52:54

Næst í spilun: Skoðanabræður

Vinsælt í flokknum Skoðanabræður

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.