Bólusetningar hafnar í Rússlandi
Bólusetningar við kórónuveirunni hófust í Rússlandi í dag, að fyrirskipan Vladimírs Pútín forseta landsins. Rússar nota eigið bóluefni, Sputnik V, sem var skráð í ágúst og er enn í þróun. Framleiðendur segja að virkni þess sé 95 prósent og að efninu fylgi engar alvarlegar aukaverkanir. Þúsundir hafa skráð sig í bólusetningu um helgina en búist er við að færri komist að en vilji. Tvær milljónir skammta verða framleiddar af efninu fyrir lok árs.