Rögnvaldur óttast að fólk sé farið að slaka á
Of snemmt er að segja til um hvort hægt verði að slaka á sóttvarnaraðgerðum fyrir jól. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Fjórtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og af þeim voru tveir utan sóttkvíar við greiningu. 554 eru í sóttkvi og 38 á sjúkrahúsi. Rögnvaldur óttast að fólk sé farið að slaka verulega á vegna jákvæðra fregna af bóluefni.