Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga

Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir prófessor í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar varaforseti Bandaríkjanna kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti.

441
02:02

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.