Ísland í dag - Flúði tónleikaferðalag GusGus

„Ég passaði ekki nógu vel upp á sjálfan mig og varð að víkja úr tónlistinni vegna heilsu“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður og tónskáld. Í fyrra kom út heimildarmyndin Þriðji Póllinn sem fjallar um geðhvörf og veitti innsýn inn í líf Högna og veruleika fólks sem glímt hefur við sjúkdóminn. Við hittum Högna nú á dögunum í notalegu stúdíói þar sem hann byrjar alla morgna á því að semja tónlist og við spjölluðum um ferilinn, hvernig hann byrjaði í tónlist og við ræddum einnig um geðhvörf og hvernig hann lifir með sjúkdómnum.

5232
13:09

Vinsælt í flokknum Ísland í dag