Breiðablik gerði góða ferð til Króatíu

Breiðablik gerði góða ferð til Króatíu í forkeppni meistaradeildar Evrópu í dag. Blika stúlkur mættu þar Osijek í fyrri leik liðanna í annarri umferð og voru það Blikar sem komust í forystu eftir mark frá Selmu Sól Magnúsdóttur sem kláraði færið vel eftir mistök í vörn heimakvenna. Skömmu síðar jöfnuðu heimakonur, en mörkin urðu ekki fleiri og staðan því jöfn fyrir síðari leikinn í Kópavoginn í næstu viku.

732
00:29

Vinsælt í flokknum Fótbolti

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.