Þorsteinn Már fær bætur

Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna Samherjamálsins svo kallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. Dómur í málunum tveimur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jafnframt þarf Seðlabankinn að greiða Þorsteini Má tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur. Samherji þarf hins vegar að greiða Seðlabankanum 3,7 milljónir í málskostnað vegna málsins. Samherji ætlar að áfrýja sínu máli.

52
00:35

Vinsælt í flokknum Fréttir