Fer í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Freyju Egilsdóttur

Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í ársbyrjun, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir. Flemming fór fram á að vera vistaður á geðdeild og vísaði til þess að hann hefði ekki hlotið viðeigandi hjálp í fangelsi eftir að hafa verið sakfelldur fyrir morð á annarri barnsmóður sinni árið 1995.

21
00:35

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.