Innheimtufyrirtæki í Noregi fór fram úr sér

Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion-banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi farið fram úr sér. Farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað

29
02:08

Vinsælt í flokknum Fréttir