Kjartan Örn Sigurðsson - Ríki pabbi, fátæki pabbi

Kjartan Örn Sigurðsson kaupsýslumaður fjallar hér um bókina Ríki pabbi, fátæki pabbi (Rich Dad Poor Dad) sem kom út árið 1997 en sú bók hefur verið ein mest selda bók um fjármál einstaklinga síðan hún kom út. Hann segir bókina vera fyrir alla þá sem vilja skilja grundvallaratriði fjármála og hefur hann gefið fjölmörgum þessa bók. Kjartan segir bókina í grundvallaratriðum fjalla um hvernig efnað fólk vinnur ekki fyrir peningum heldur lætur peninga vinna fyrir sig. Bókin kom út á íslensku árið 2001 undir heitinu Ríki pabbi fátæki pabbi og er hægt að nálgast hana á bókasöfnum. Bókina má einnig finna sem hljóð- eða rafbók mjög víða. Kjartan mælir einnig með þessum bókum fyrir alla þá sem vilja fræðast meira um fjármál og rekstur: Raving Fans eftir Ken Blanchard, The intelligent investor eftir Benjamin Graham, The Beermat Entrepreneur eftir Mike Southon og Chris West, Influence, the psychology of persuasion eftir Robert B. Cialdini, The Way of the Superior Man eftir David Deida, Made in America eftir Sam Walton. Umsjón: Júlí Heiðar Halldórsson. Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

32
1:08:21

Vinsælt í flokknum Leitin að peningunum

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.