Lestur skiptir öllu máli yfir sumartímann
Þrátt fyrir að grunnskólabörn landsins séu í sumarfríi þá er mjög nauðsynlegt að þau séu dugleg að lesa í fríinu, minnst þrisvar í viku, tíu til fimmtán mínútur í senn. Þetta segir fræðslustjóri Árborgar sem hrósar sumarlestri í bókasöfnum sveitarfélagsins, sem hefur slegið í gegn.