Harmageddon - Haugur af hæfileikaríku sviðslistafólki fær loks rödd
Það reynist erlendu sviðslistafólki sem býr á Íslandi þrautin þyngri að komast inn í íslensku senuna. Leikstjórinn Pálína Jónsdóttir tók sig til og stofnaði sviðslistahópinn Reykjavík Ensamble og fékk til liðs við sig heilan helling af fólki sem býr á Íslandi en er af erlendu bergi brotið. Allt er þetta menntað og reynt listafólk, sem ekki hefur fundið sér samastað innan íslenska sviðslistageirans. Þau verða með einskonar leiklistargjörning í Tjarnarbíó annað kvöld. Hin þýska Jördis Richter og kanadíska Angela Rawlings komu í spjall.