Ísland í dag - Heilsuæðið sem gerir allt vitlaust

Nýjasta heilsuæðið í dag er svokallað Keto mataræði. Það hefur notið gríðarlega vinsælda um allan heim. Frægar Hollywood stjörnur eins og Gwyneth Paltrow og Hally Berry og fleiri eru þekktar fyrir að vera á þessu fæði. Og hér á landi hefur til dæmis Keto bókin eftir Gunnar Má Sigfússon einkaþjálfara og heilsugúru slegið þvílíkt í gegn og námskeiðin hans eru mjög vinsæl. Og einnig hefur Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti verið með vinsæl Keto námskeið ásamt sínum gríðarlega vinsælu Ljómandi námskeiðum sem alltaf er uppselt á. En Þorbjörg er einnig með námskeiðin í Danmörku þar sem hún er landsþekkt bæði fyrir bækur sínar sem hafa slegið þar í gegn og einnig sjónvarpsþætti þar í landi. Í þessum fyrri hluta af könnun okkar á þessu nýjasta heilsuæði Keto, litum við til Þorbjargar og hún segir okkur útá hvað þetta gengur.

4155
11:55

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.