Lækka gjöld á hollan mat á móti
Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti.