Ísland í dag - Sigga Dögg með skrifstofu á hjólum

Sigga Dögg kynfræðingur er með skrifstofuna sína á hjólum. Hún er með nettan húsbíl sem hægt er að leggja hvar sem er og hún velur á hverjum degi nýja staðsetningu og nýtt útsýni af skrifstofunni sinni í bílnum. Sigga Dögg er þekkt fyrir einstaka fyrirlestra og miðlun og vinnu sem kynfræðingur. Þættir hennar Alls konar kynlíf sem sýndir eru á Stöð 2 hafa alveg slegið í gegn og voru tilnefndir til Edduverðlaunanna. Vala Matt fór og skoðaði þessa einstöku skrifstofu Siggu Daggar.

13789
12:40

Vinsælt í flokknum Ísland í dag