Skjöldur fyrir þá sem þora

Hugmynd að Málfrelsissjóði kviknaði árið 2019 þegar að tvær konur voru dæmdar til greiðslu skaðabóta vegna ummæla um hið svokallaða Hlíðamál. Málfrelsissjóði er ætlað að vera skjöldur og styrkur fyrir þau sem þora að tala um kynbundið ofbeldi og áhrif þess, án þess að ofbeldismenn fái að stýra hvenær eða hvernig það er gert. Elísabet Ýr Atladóttir, ein af stjórnarkonum sjóðsins, var á línunni og ræddi um sjóðinn, #metoo umræðuna og mál Ingós Veðurguðs.

272
15:15

Vinsælt í flokknum Bítið