Krísa í Krikanum, andlaust á Akureyri og hneyksli hjá HSÍ

4. umferðin í Olís-deild karla er gerð upp í Handkastinu með þeim Arnari Daða Arnarssyni, Hrannari Guðmundssyni og Guðjóni Guðmundssyni. Það var stjörnuhrap á lokamínútunum í Garðabænum og ÍR-ingar höfðu betur í nýliðaslagnum. Valsmenn fóru þægilega í gegnum andalausa Akureyringa í leik sem líktist æfingaleik fyrir Val. Selfoss og ÍBV gerðu jafntefli í Suðurlandsslagnum á meðan Mosfellingar unnu sinn fyrsta sigur. Á meðan eru FH-ingar í fallsæti enn í leit af sínum fyrsta sigri. Sérfræðingurinn birti topp 5 lista yfir leikmenn sem verða að gera betur en það sem þeir hafa sýnt í fyrstu leikjum tímabilsins og þá var einnig rætt um hitamál í Grill66-deildinni.

2120
1:25:28

Vinsælt í flokknum Handkastið