Víðir greindist

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur greinst með Covid-19. Hann fór í sóttkví síðdegis á mánudag ásamt nánasta samstarfsfólki og Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Sýni þeirra allra voru neikvæð á mánudagskvöld. Víðir fór aftur í sýnatöku í dag og reyndist sýni hans jákvætt en síðasta sólahring greindust sjö með kórónuveiruna. Í ljósi þess að sýni frá Víði var neikvætt á mánudag þykir ekki ástæða til að hans nánasta samstarfsfólk fari í sóttkví. Víðir bar sig vel þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis.

49
01:21

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.