Brotist inn um miðja nótt í hitabeltisparadís

Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. Lóa Pind fylgist með daglegu lífi þeirra í þessari hitabeltisparadís í nýrri þáttaröð sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöld. En það eru ýmsar torfærur sem fylgja því að hreiðra um sig í nýju landi og Elva fékk áfall þegar brotist var inn hjá þeim um miðja nótt þegar Héðinn var víðsfjarri, að vinna annars staðar á hnettinum. Elva lýsir reynslu sinni í myndbandinu sem hér fylgir.

2562
01:22

Vinsælt í flokknum Stöð 2

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.