Boltinn lýgur ekki - Hversu heimskur er hægt að vera?

BLE bræður í miklu stuði þennan fimmtudaginn Byrjuðu þáttinn á NBA umfjöllun með Prófessornum sjálfum, Herði Unnsteinssyni. Lögmál Leiksins fara af stað eftir helgi og farið yfir hverju menn væru spenntastir fyrir fyrir komandi tímabil. Svo neðrideildarumfjöllun. Véfréttin loggaði inn leik í 2. deildinni, Herði Unnsteins hent út úr húsi í 1. deild kvenna og Álftanes á siglingu í þeirri fyrstu. Svo var Subwaydeild karla tækluð. Öll liðin tekin fyrir og í anda kvikmyndarinnar 10 Things I Hate About You fóru strákarnir yfir hvað þeir fíluðu EKKI við hvert lið. Sérstök Eldræða frá Tómasi um ÍR liðið og allt fíaskóið í kringum bandarískan leikmann þeirra.

722
1:36:49

Vinsælt í flokknum Boltinn lýgur ekki

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.