Vill kynna íslensku 12 stigin beint frá Húsavík

Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. Hvati var á Húsavík á dögunum og spjallaði við Örlyg Hnefil Örlygsson, hótelstjóra á Cape Hótel, um gönguferðir um bæinn þar sem skoðaðir eru tökustaðir myndarinnar. Einnig eru uppi hugmyndir um Eurovision safn á Húsavík. Örlygur Hnefill segir að leikarinn Pierce Brosnan hafi verið einstaklega alþýðlegur þá daga sem hann dvaldi á Húsavík við tökur myndarinnar. Í viðtali í Helginni á Bylgjunni sagði Örlygur Hnefill að hann sæi fyrir sér að íslensku stigin yrðu kynnt í beinni útsendingu frá Húsavík næst þegar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin.

254
07:44

Næst í spilun: Helgin með Hvata

Vinsælt í flokknum Helgin með Hvata

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.