Ísland í dag - Gömul fellihýsi orðin eins og töff hús á hjólum!

Það er alveg ævintýralegt hvað hægt er að gera úr gömlum þreyttum fellihýsum. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði tvö fellihýsi sem eru orðin eins og mega töff hús á hjólum. Maja Benediktsdóttir tók sitt fellihýsi alveg í gegn og málaði í fallegum ljósgráum lit. En hún og maður hennar Eiríkur Þór Hafdal hafa notað fellihýsið mikið ásamt öllum þeirra börnum. Og þau segja okkur einnig frá rómantísku bónorði og brúðkaupi sínu í fyrra. Og Helga Sæunn Árnadóttir breytti sínu gamla fellihýsi og hefur ásamt dóttur sinni Lísbet málað innréttingarnar í dökk gráum lit og notaði svo bleikan lit í púðum og fleiru með. Einnig notar hún ýmislegt sem hún átti til að gera húsið töff. Fyrir og eftir myndir af fellihýsunum eru lyginni líkastar.

51771
12:14

Vinsælt í flokknum Ísland í dag