Hvaða leikari hótaði að kveikja í húsi barnsmóður sinnar? Spurningakeppni Stjörnubíós.

Síðari undanúrslitaviðureign kvikmyndaspurningakeppni Stjörnubíós hefur nú farið fram. Það voru Hannes Óli Ágústsson, leikari, og Tómas Valgeirsson, blaðamaður, sem mættust. Að vanda kom ýmislegt fróðlegt fram og enginn kom verr út úr því en Mel nokkur Gibson. Sigga Clausen, kvikmyndaspekúlant, hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitaviðureigninni. Nú er hægt að komast að því hverjum hún mætir með því að hlýða á æsispennandi viðureign Tómasar og Hannesar hér í spilaranum. Te og kaffi býður upp á Stjörnubíó á X977, alla sunnudaga klukkan 12:00.

215
32:49

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.