Veira sem veldur blóðþorra í laxi greindist í Reyðarfirði

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi hefur í fyrsta sinn hér á landi greinst í eldislaxi úr sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Dýralæknar voru kallaðir til eftir að starfsmenn fyrirtækisins urðu varir við óvenju mikil afföll í einni kvínni og uppgötvaðist veiran eftir sýnatöku og krufingu. Sýni hefur verið sent til staðfestingar til Leipzig í Þýskalandi. Veiran veldur dauða hjá laxi en er ekki hættuleg fólki. Að sögn framkvæmdastjóra laxa verður lax úr kvínni aflífaður um helgina en ekki er búið að meta tjónið. Matvælastofnun hefur sett dreifingarbann á starfstöðina þar til laxinn hefur verið aflífaður og svæðið hvílt.

19
01:13

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.