Party Zone og Booka Shade 30. apríl

Í þætti vikunnar eru það engir aðrir en þýsku teknó snillingarnir í Booka Shade sem sjá um DJ sett þáttarins. Þetta er mix sem þeir tóku upp fyrir stuttu í heimastúdíóinu sínu og sendu til þáttarins. Booka Shade þarf varla að kynna fyrir Party Zone hlustendum enda hafa þeir spilað þrisvar sinnum hér á landi í samstarfi við þáttinn, síðast á Iceland Airwaves 2019. Í fyrri helmingi þáttarins verður farið um víðan völl í nýrri og ferskri tónlist þar sem heyrist meðal annars í frábæru remixi frá Bjarka af GusGus laginu Our World, nýja Chemical Brothers laginu, Honey Dijon, The Juan Maclean, Ada og fleirum. Múmía þáttarins er síðan topplag fyrsta Party Zone listans sem var kynntur fyrir 30 árum síðan!

1585
2:28:09

Vinsælt í flokknum Party Zone

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.