Ísland í dag - Nýjar svalir á húsið gerbreyttu allri íbúðinni!

Nýjar svalir sem settar voru utan á gamalt hús í Vesturbænum breytti algjörlega heimili athafna konunnar Rögnu Söru Jónsdóttur. Hún flutti eldhúsið sitt inn í stofu og opnaði út í garðinn og setti svalir og stiga niður í garð. Eldhúsið er nýtt og samsett úr Ikea einingum og svo sérsmíðaðar á það hurðir sem eru einstaklega fallegar. Enda er Ragna Sara mjög smekkleg kona sem rekur hönnunarfyrirtækið Fólk Reykjavík þar sem lögð er áhersla á flotta íslenska hönnun og áhersla á umhverfismál. En Fólk Reykjavík mun sýna á Hönnunarmars nú 4. til 8.maí. Og hefur fyrirtækið þegar fengið viðurkenningar erlendis og mun meðal annars sýna hönnun sína í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Vala Matt fór og skoðaði fallegt eldhús Rögnu Söru og dúndur flottar svalirnar og einstaka íslenska hönnun.

7347
11:08

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.