Vitaly Shishov fannst hengdur í almenningsgarði

Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitaly Shishov fannst hengdur í almenningsgarði í Kiev og rannsakar lögregla hvort hann hafi verið myrtur og morðið sviðsett sem sjálfsvíg. Shishov er einn þeirra fjölmörgu sem þurfti að flýja Hvíta-Rússland í kjölfar forsetakosninga fyrir tæpu ári síðan eftir þátttöku í mótmælum. Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya hefur einnig flúið heimaland sitt og hefur fengið dvalarleyfi í Póllandi. Hún óttaðist um öryggi sitt eftir að hafa gagnrýnt þjálfara Hvíta-Rússlands á Ólympíuleikunum sem standa nú yfir í Tókýó.

32
00:33

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.