Mökum Íslendinga utan Schengen gert auðveldara að koma til Íslands

Mökum Íslendinga utan Schengen verður gert auðveldara að koma til Íslands samkvæmt reglugerð sem dómsmálaráðherra hefur undirritað, en þeim hefur hingað til reynst erfitt að koma til landsins. Reglugerðin byggir á skilgreiningu sem er að finna í útlendingalögum og nær því til niðja og ættingja í beinan legg og fólks sem eru í hvers konar sambúð eða sams konar sambandi til lengri tíma. Dómsmálaráðherra segir reglugerðina taka gildi strax eftir helgi.

18
01:08

Vinsælt í flokknum Fréttir