Stokkið í eldinn 9. júní

Birkir Fjalar & Smári Tarfur stökkva í eldinn og gefa hér- og erlendu þungarokki byr undir báða vængi á X- 977 í beinni tengingu við samnefnt djúpköfunarhlaðvarp sem finna má á öllum helstu streymisveitum og smáforritum. Það verður af ýmsu að taka í þætti kvöldsins. Ný og nýleg tónlist fær mikið pláss. Plata þáttarins verður með hjartfólgnara sniði en oft áður. Harða glysið á sínum stað. Uppgröfurinn safaríkur að venju og svo mætti lengi telja.

330

Vinsælt í flokknum X977

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.