Þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu með Jakobínu Jóns

Ragga Nagli talar við Jakobínu Jónsdóttur einn eiganda og þjálfara líkamsræktarstöðvarinnar Granda 101. Jakobína er styrktarþjálfari, ólympískur þjálfari sem og hóptímaþjálfari með LEVEL 1 Crossfit og einn eigandi Grandi 101 ásamt tvíburasystur sinni, Elínu, og eiginmönnum þeirra, Núma og Grétari Ali. Grandi er ein besta líkamsræktarstöð landsins sem býður uppá fjölbreytt úrval tíma fyrir mömmur og eldri borgara, börn og unglinga upp í harðkjarna Krossfittara. Jakobína eða Jakó, eins og hún er kölluð, er tveggja barna móðir og hefur þrisvar sinnum keppt í Crossfitleikunum. Jakobína er jafnframt hluti af NOW teyminu og notar þessar hágæðavörur til að bæta frammistöðu sína og ná hámarks árangri í sinni þjálfun. Jakobína talar hér um þjálfun á meðgöngu. Þjálfun líkamans. Crossfit. Mataræði. Einstaklega róleg, þægileg og dásamleg í samskiptum og þetta samtal er einstaklega fræðandi, ekki bara fyrir konur en líka karla.

6
1:03:20

Vinsælt í flokknum Heilsuvarpið

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.