Telur lögreglu hafa ofmetið áhættu af meintum hryðjuverkaskipuleggjendum

Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir málið hvorki fugl né fisk og telur lögreglu hafa gert of mikið úr því. Umbjóðandi hans sé meinleysisgrey sem hafi engar pólitískar skoðanir og gæti ekki gert flugu mein. Hann segir ólíklegt að hægt verði að ákæra mennina fyrir tilraun til hryðjuverks þar sem undirbúningsathafnir fyrir slíkt hafi aldrei átt sér stað.

948
01:15

Vinsælt í flokknum Fréttir