Mikil eyðilegging
Að minnsta kosti átta hafa farist í skógareldunum sem geisað hafa í suðurhluta Tyrklands síðustu daga. Mikil eyðilegging blasir við og búfénaður í þúsundatali hefur drepist, í á annað hundrað eldum sem hafa kviknað í landinu að undanförnu. Slökkviliðum hefur tekist að ráða niðurlögum meirihluta þeirra, þó enn brenni í kringum bæina Manavgat og Marmaris.