Lifði af eftir að brú hrundi
Að minnsta kosti sextíu hafa farist í aftakaveðri sem gengur yfir Víetnam. Dregið hefur úr úrkomunni en aurskriður og vatnavextir hafa valdið mannfalli og tjóni. Í morgun féll skriða á rútu með tuttugu manns um borð, rútan hafnaði í á og eru allir taldir af. Þá er tíu er saknað eftir að brú yfir á í norðurhluta landsins hrundi í morgun. Þó nokkrir ökumenn voru á leið yfir brúna og á myndbandi sést hvernig bílarnir falla skyndilega í ánna. Leitarstörf standa enn yfir og hefur að minnsta kosti þrettán verið bjargað upp úr ánni.