Dregið verulega úr gosinu

Gossvæðið í Meradölum verður áfram lokað í kvöld og í nótt vegna veðurs. (LUM) Tekin verður ákvörðun um opnun í fyrramálið. Hraunflæði er einungis þriðjungur af því sem var í upphafi en helst þó nokkuð stöðugt. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að hraunflæðið sé nálægt algjöru lágmarki. Dragi frekar úr því haldist gosopið varla opið og því gæti mögulega styst í goslok.

148
00:28

Vinsælt í flokknum Fréttir