3-7 leikurinn hjá Hvata: Gossögur Ingvars sjómanns frá Surtsey og Heimaey

Það er óhætt að segja að eldgos hafi verið þema 3-7 leiksins hjá Hvata í dag. Ingigerður og Ingvar á Hornafirði áttu að nefna þrjú eldgos á Íslandi, á aðeins sjö sekúndum. Þau nefndu gosið í Surtsey 1963 og Heimaeyjargosið 1973. Ingvar sagði í framhaldi að hann hafi siglt nærri báðum gosum og óvænt tekið þátt í fólksflutningum frá Eyjum 1973 eftir að áhöfn Fífils GK-54 hafði leitað skjóls í Vestmannaeyjahöfn vegna brælu daginn fyrir gos.

57
05:48

Næst í spilun: Helgin með Hvata

Vinsælt í flokknum Helgin með Hvata