Mindhunter: Mansonfjölskyldan heilaþvegin af CIA til að myrða?

Mindhunterþættirnir halda nú áskrifendum Netflix í heljargreipum. Heiðar Sumarliðason fékk Þórarinn Þórarinsson, blaðamann, til að ræða ævintýri alríkislögreglumannanna Holden og Bill, meðal raðmorðingja. Það er óhætt að segja að Heiðar og Þórarinn hafi heillast af þessum heimi og skoðuðu þeir m.a. nýja bók, Chaos: Charles Manson, the CIA, and the Secret History of the Sixties, sem kom út í júní s.l. Bókin er afrakstur tuttugu ára rannsókna höfundarins, Tom O´Neil. Í henni eru m.a. tengsl starfsmanna CIA við Charles Manson rakin, manna sem stunduðu leynilegar rannsóknir á sviði heilaþvottar og dáleiðslu. Þeir vildu breyta heilastarfsemi fólks á þá leið að það fremdi ofbeldisverk, sem það hefði annars aldrei verið fært um. Það er óhætt að mæla með þessari sláandi bók. Í lok þáttar gefst hlustendum færi á að heyra upptöku af flutningi Charles Manson á frumsömdu lagi sínu, Look at Your Game Girl. Þátturinn inniheldur spilli, sem hefst á 33:30 og lýkur á 34:40. Stjörnubíó er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00, í boði Te og kaffi.

775
51:12

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.