Undir 21 árs lið Íslands er komið á EM næsta sumar

Undir 21 árs lið Íslands er komið á EM næsta sumar, Ísland lenti í 2. Sæti riðilsins og þurftu strákarnir okkar að treysta á góð úrslit í leik Ítalíu og Svíþjóð í dag. Ítalía var búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins fyrir leikinn en gáfu þó ekkert eftir á heimavelli í dag og unnu öruggan 4-1 sigur. Ísland fagnar þeim úrslitum og sætinu á Evrópumótinu, sem veltur þó á því að íslandi verði dæmdur sigur gegn Armeníu en þeirri viðureign var aflýst vegna stöðunnar þar í landi.

23
00:49

Vinsælt í flokknum Fótbolti

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.