Margir leitað skjóls í fjöldahjálparmiðstöðvum

Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. Um miðnætti voru sjálfboðaliðar Rauða krossins í óða önn að setja upp svefnbedda í Kórnum í Kópavogi, en almenningur og fyrirtæki hafa lagt til ýmsar nauðsynjar, til að mynda mat, drykki, sængur, kodda og teppi.

6556
05:01

Vinsælt í flokknum Fréttir