Ísland í dag - Þær rökuðu af sér allt hárið fyrir gott málefni!

Frænkurnar Edda Sigrún Jónsdóttir og Helga Lára Grétarsdóttir rökuðu af sér allt hárið! Þær hafa báðar upplifað krabbamein í fjölskyldu sinni þar sem nokkrir fjölskyldumeðlimir þeirra hafa greinst með krabbamein. Faðir Helgu Láru lést úr krabbameini í höfði og móðirsystir þeirra fékk krabbamein aðeins 11 ára og missti annan handlegginn vegna veikindanna. Þær ákváðu því að láta gott af sér leiða og sameina krafta sína og fóru í söfnun á netinu fyrir Kraft stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þær söfnuðu þannig áheitum og sögðu að ef þær myndu safna 300 þúsund krónum myndu þær báðar raka af sér allt hárið. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fylgdist með því þegar þær rökuðu af sér allt fagra hárið og ekki var laust við að tilfinningar og nokkur tár vegna geðshræringar sæjust en einnig bros og gleði. Og Þær frænkur eru ekki síður fallegar hárlausar og þær eru ánægðar að hafa látið gott af sér leiða.

35759
10:36

Vinsælt í flokknum Ísland í dag