Sigga Lund - Kanhin sendir frá sér Man Of Steel

Guðmundur Jens eða Kahnin sendi frá sér lagið Man of steel á dögunum. Hann kíkti í kaffi til Siggu Lund í dag. "Lagið fjallar um ungt par sem byrjaði saman í framhaldsskóla. Hann var hrikalega efnilegur og framtíðin björt hjá honum í tónlistarbransanum, og hún vildi vera með. Ástfanginn fluttu þau svo til Tennessee í Bandaríkjunum. Það gekk vel hjá honum og hann gaf út fjögur til fimm lög. Svo þornaði það allt upp og hjónadeilurnar byrjuðu út í eitt og nú dreymir honum bara að hoppa upp í næstu lest og láta sig hverfa" sagði Gummi á Bylgjunni í dag. "Þetta er bara saga, ekki persónuleg reynsla" bætti hann svo við hlæjandi.

62
10:35

Vinsælt í flokknum Sigga Lund

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.