Guðrún (Gógó) Magnúsdóttir - Erum við ekki gerð til að gera meira en að borga reikninga og deyja?

Guðrún Magnúsdóttir er alltaf kölluð Gógó. og hefur verið hluti af FIRE( Financial, Freedom, Retire, Early) hreyfingunni lengi þar sem stefnt er að fjárhagslegu sjálfstæði. Hún segist hafa reynt mikilvægi þessa þegar henni var sagt upp starfi nokkrum dögum eftir að hafa flutt með fjölskylduna í draumahúsið sumarið 2020. Hún fann þó ekki til ótta eða kvíða því hún vissi að hún átti sparnað sem myndi duga henni áfram. Gógó fékk fjárhagslegt uppeldi og lærði snemma að fara vel með peninga. Hún segist hafa á stundum gengið of langt í að spara og áttað sig á því að þetta er allt ferðalag sem hver og einn þarf að finna út sína leið. Áhugavert viðtal við konu sem hefur byggt upp eignasafn og áttað sig á að ekki þarf alltaf að skipta út hlutum þó þeir séu komnir til ára sinna. Og til gamans má geta þess að Gógó landaði starfi sama dag og þetta viðtal fór í loftið. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

91
1:04:14

Vinsælt í flokknum Leitin að peningunum