Hefur unnið öll helstu tennisverðlaun
Serbinn Novak Djokovic varð í dag Ólympíumeistari í tennis karla eftir sigur á Spánverjanum unga, hinum tuttugu og eins árs Carlos Alcaraz. Djokovic vann leikinn í tveimur settum en litlu mátti muna í þeim báðum. Báðir leikmenn sýndu mikil tilþrif og var leikurinn æsispennandi frá upphafi til enda.