Eldur og brennisteinn - Allur þátturinn

Fyrir tveimur vikum sögðu Snæbjörn og Heiðar að setja þyrfti á fót nefnd í Menntamálaráðuneytinu sem kæmi með tilmæli um hvað mætti og mætti ekki tala um og grínast með, þar sem mikil þörf væri á. Nokkrum dögum síðar sannaðist mál þeirra, þegar útvarpsþátturinn Zúúber var blásinn af vegna ummæla þáttarstjórnenda. Í kjölfarið á þessu hafa Elds og brennisteinsmenn verið í mikilli sálarangist og naflaskoðun er varðar hvað má og má ekki segja. Þáttur dagsins hefst á umræðu um nýtt lag Rúriks Gíslasonar, svo er farið í stóra Zúúber-málið, skæting Kára Stef, sandkassaleik Egils og Gunnar Smára, hversu frábær menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir var og svo endað aftur á Rúrik. BYKO býður upp á Eld og brennistein.

4576
1:09:31

Vinsælt í flokknum Eldur og brennisteinn