Mótmælt gegn stjórnvöldum í Líbanon
Mótmælum gegn stjórnvöldum í Líbanon var framhaldið víðsvegar þar í landi í dag. Þau fjölmennustu voru í höfuðborginni Beirút þar sem þúsundir streymdu út á götur til að mótmæla spillingu, slæmu efnahagsástandi og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt.