Ómar Úlfur - Styðjum Píeta samtökin

Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Píeta samtökin vinna einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Samtökin vilja vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi. í kvölf kl 20:00 verða stuðningstónleikar fyrir Píeta samtökin á Húrra. Grunge rokkmessan, Krummi, Sagtmóðigur Addi úr Sólstöfum, Aggi og Kristó úr Lights On The Highway, Paunkhólm og fleiri koma fram. Aðeins 1000 kr kostar inn sem að rennur til Píeta samtakanna.

50

Vinsælt í flokknum KveldÚlfur