Helen Ósk missti sig þegar hún vann ferð fyrir tvo á Abba sýninguna í London í þráðbeinni útsendingu

Sigga Lund og Siggi Hlö fyrir hönd Bylgjunnar og ferðaskrifstofunnar Visitor gáfu ferð fyrir tvo á ABBA sýninguna í London í dag. Þessi magnaða tónlistarsýning er að slá í gegn og er uppselt á hana meira og minna langt fram á næsta ár. Það voru tæp sexþúsund manns sem tóku þátt í leiknum á bylgjan.is. En það var Helen Ósk Pálsdóttir sem var sú heppna. Sigga og Siggi hringdu í vinningshafann í þráðbeinni útsendingu sem var heldur betur ánægð með fréttirnar. Um leið og við óskum Helen til hamingju með vinninginn, þökkum við öllum fyrir frábæra þátttöku.

163
09:52

Næst í spilun: Sigga Lund

Vinsælt í flokknum Sigga Lund

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.