Fleiri fréttir

Hækkanir við opnun markaða - sérfræðingar þó enn svartsýnir

Þegar markaðir opnuðu í Evrópu klukkan sjö í morgun hækkuðu helstu vísitölur nokkuð, FTSE vísitalan í London hækkaði um eitt prósent við opnun en hefur nú lækkað á ný um hálft prósent. Svipaða sögu var að segja í París og í Frankfurt og þar var dálítil hækkun strax við opnun.

Verðfallið hélt áfram í Asíu

Hlutabréf í Asíu héldu áfram að lækka við lokun markaða þar í nótt og fylgja lækkanirnar í kjölfarið á mikilli lækkun í Evrópu og Bandaríkjunum í gær. Vikan sem er að líða er því sú versta fyrir hlutabréfamarkaðina frá árinu 2008.

Christine Lagarde: Heimurinn er á hættulegum stað

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði efnahagsástandið væri á hættulegum stað vegna þeirra snörpu dýfu sem fjármálaheimurinn tók í dag eftir að seðlabanki Bandaríkjanna varaði við verulegri efnahagslegri hættu.

Ekkert lát á lækkunum

Ekkert lát hefur orðið á lækkunum á mörkuðum í Evrópu í dag. Hlutabréf í bönkum, námufyrirtækjum og olíufyrirtækjum hafa lækkað mest en fjárfestar óttast enn ástandið í Grikklandi og ástand efnahagsmála heimsins almennt. Lækkanirnar í Evrópu koma í kjölfarið á lækkunum í Bandaríkjunum í gær og þá lækkuðu helstu vísitölur í Asíu fyrir lokun í nótt. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um um 4,75 prósent það sem af er degi, DAX vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 4,37 og CAC vísitalan í París hefur hrunið um fimm prósent..

Rauðar tölur á mörkuðum í Evrópu

Miklar lækkanir urðu á mörkuðum í Evrópu við opnun í morgun. Hlutabréf í bönkum, námufyrirtækjum og olíufyrirtækjum urðu verst úti en fjárfestar óttast enn ástandið í Grikklandi og ástand efnahagsmála heimsins almennt. Lækkanirnar í Evrópu koma í kjölfarið á lækkunum í Bandaríkjunum í gær og þá lækkuðu helstu vísitölur í Asíu fyrir lokun í nótt. FTSE vísitalan í London lækkaði um 3,2 prósent við opnun og DAX vísitalan í Frankfurt fór niður um 3,5 prósent.

Grikkir efna til verkfalla - mikil mótmæli í Aþenu

Verkföll lama nú samfélagið í Grikklandi en allar almenningssamgöngur hafa stöðvast í sólarhringsverkfalli sem ætlað er að mótmæla niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar. Þá er búist við gríðarlegu fjölmenni þegar opinberir starfsmenn koma saman í Aþenu í dag til að mótmæla.

Ikea opnar sérstakt karlaland

Ikea í Melbourne í Ástralíu ætlar að taka upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á sérstakt karlaland í verslun sinni. Þessi hluti verslunarinnar verður, eðli málsins samkvæmt, einungis opinn körlum. Hugmyndin er sú að þetta verði nokkurs konar athvarf fyrir karlmenn þar sem þeir geti borðað ókeypis pylsur, horft á íþróttir og spilað Xbox tölvuleiki á meðan betri helmingurinn skoðar húsgögn og annað þarfaþing fyrir heimilið.

Bill Gates er ríkasti maður Bandaríkjanna

Bill Gates, stofnandi Microsoft, trónir á toppi nýs lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í Bandaríkjunum. Þar með skýtur hann mönnum eins og Warren Buffet ref fyrir rass.

Nýr iPhone kynntur 4. október

Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjan iPhone 5 til sögunnar þann 4. október næstkomandi á stórum fjölmiðlaatburði í Bandaríkjunum.

AGS telur hagkerfið hafa veikst umtalsvert

Alþjóðahagkerfið hefur veikst umtalsvert á síðastliðnum mánuðum, segir í árshlutaskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Úrræðaleysi ríkisstjórna hefur orðið til þess að bæta við þau vandamál sem liggja í loftinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðiurinn segir að hagkerfið í Bretlandi muni vaxa hægar en áður var gert ráð fyrir. Gert var ráð fyrir 1,5% hagvexti en samkvæmt skýrslunni er nú gert ráð fyrir 1,1% hagvexti. Stjórnvöld í Bretlandi gera aftur á móti enn ráð fyrir 1,7% hagvexti en viðurkenna að sú tala muni lækka þegar spáin verður endurskoðuð næst.

Lækkunin af pólitískum toga

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að ástæða þess að matsfyrirtækið Standard & Poor's hafi lækkað lánshæfismat landsins gærkvöldi sé af pólitískum toga en ekki vegna raunverulegrar stöðu ríkissjóðs Ítalíu.

S&P lækkar lánshæfi Ítalíu

Matsfyrirtækið Standard&Poors hefur lækkað lánshæfi ríkissjóðs Ítalíu úr A plús niður í A og segir fyrirtækið horfur til framtíðar vera neikvæðar. Í skýringum með ákvörðuninni segir að lítil trú sé til þess að Ítölum takist að draga úr ríkisútgjöldum og koma lagi á fjármál sín.

Vilja niðurskurð og betri skattheimtur í Grikklandi

Grikkland þarf betri skattheimtur og meiri niðurskurð, en ekki skattahækkanir. Með því má koma í veg fyrir frekari áföll í efnahagslífi landsins. Þetta kom fram í máli forystumanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag.

Obama tilkynnti niðurskurðartillögur í dag

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur kynnt áætlanir sínar til þess að draga úr fjárlagahalla Bandaríkjanna og örva hagvöxt. Á fundi í Hvíta húsinu í dag sagði hann að nauðsynlegt væri að skerða framlög til heilbrigðismála en hann sagði jafnframt að hinir auðugu yrðu að greiða hærri skatta.

Segir Grikki gerða að blórabögglum

Gríski fjármálaráðherrann Evangelos Venizelos fundar síðar í dag með fulltrúum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en hann er harðorður í garð stofnananna í fjölmiðlum í dag og segir að verið sé að nota Grikki sem blóraböggul og að harðari aðgerðir gegn þeim miði einungis að því að fela lélegan árangur forsvarsmanna þeirra í að takast á við krísuna.

Gríska ríkisstjórnin á neyðarfundi

Gríska ríkisstjórnin kom í morgun saman á neyðarfundi en ótti manna um að ríkið verði gjaldþrota fer nú vaxandi með hverjum deginum sem líður. George Papandreu aflýsti í gær ferð sem hann ætlaði að fara til Bandaríkjanna til þess að vera viðstaddur aðalþing Sameinuðu Þjóðanna og fund hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Neyðarfundurinn snerist um nýjar niðurskurðartillögur sem miða að því að tryggja Grikkjum frekari lánveitingar en gríska dagblaðið To Vima fullyrðir að lánadrottnar landsins hafi sett ný skilyrði fyrir frekari lánum, meðal annars, að segja þurfi upp 20 þúsund ríkisstarfsmönnum. Leiðtogar á evrusvæðinu munu ákveða í Október hvort Grikkjum verði veitt frekari lánafyrirgreiðsla.

Hátekjuskattar bandaríkjaforseta í bígerð

Barack Obama bandaríkjaforseti skipuleggur nú tillögur sínar um hátekjuskatta í Bandaríkjunum til að tryggja að þeir greiði allavega jafn háa skatta og þeir efnaminni. Tillögurnar eru kallaðar Buffet-reglan eftir milljarðamæringnum Warren Buffet en skrifaði grein í The New York times í sumar þar sem hann kallaði eftir hátekjusköttum og sagði hina ofurríku ekki leggja hönd á plóg í þeim efnahagsþrengingum sem bandaríski ríkissjóðurinn hefur gengið í gegnum. Samkvæmt upplýsingum úr Hvíta Húsinu stefnir Obama að því að kynna tillögur sínar á morgun. Heimildir breska ríkisútvarpsins herma að nýr skattur muni áhrif á þá sem hafa eina milljón bandaríkjadala eða meira í árstekjur.

Græða margar milljónir á New York

New York er orðið að vörumerki sem skilar hundruðum milljóna króna í opinbera sjóði í fylkinu. Eins og mörgum er kunnugt um hafa alls kyns vörur merktar “I Love New York” selst vel á liðnum árum og njóta kaffibollar, stuttermabolir og ilmvötn með slíkri merkingu töluverðra vinsælda.

Brown líkir ástandinu við fall Lehman Brothers

Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir að efnahagskreppan í Evrópu sé hættulegri en fall Lehman Brothers fyrir þremur árum. Hann segir raunverulega hættu á því að kreppan geti orðið erfiðari en hún var árið 1930, verði ekki gripið til ráðstafana. „Evran getur ekki braggast í óbreyttu formi og við munum þurfa að breyta henni verulega,“ sagði Brown á ráðstefnu World Economic Forum.

Strangari fjárlagareglur í ESB

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um strangari reglur um ríkisfjárlög. Þær gera Evrópusambandinu meðal annars auðveldara að samþykkja refsiaðgerðir á hendur þeim ríkjum sem brjóta þessar reglur. Jasek Ratovski, fjármálaráðherra Póllands, sagði að samkomulag um þetta hefði náðst á fundi ráðherranna í Póllandi í gær.

Myndi engan vanda leysa

„Grikklandi verður að bjarga. Annað kemur ekki til greina,“ segir Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, samtaka evrópska iðnaðarins. „Ástæðan er sú að við getum ekki látið Spán og Ítalíu falla. Það væri óhugsandi.“

Fjarlægðu „gyðinga-app“ úr iPhone

Tölvurisinn Apple hefur látið fjarlægja smárforrit úr iPhone-símanum í Frakklandi en það ber yfirskriftina: „Gyðingur eða ekki gyðingur.“

Auðævi erfingja Jacksons margfaldast

Verðmæti eigna poppgoðsagnarinnar Michael´s Jacksons hafa aukist um 310 milljónir bandaríkjadala á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að hann lést. Upphæðin nemur 36 milljörðum íslenskra króna.

Vísitölur lækkuðu í morgun

Flestar vísitölur lækkuðu við opnun markaða í Evrópu í morgun. FTSE vísitalan í London lækkaði um hálft prósent, í Frakklandi lækkaði CAC vísitalan um eitt og hálft prósent og í Frankfurt fór DAX vísitalan niður um 1,2 prósent.

Moody's lækkar lánshæfi franskra banka

Matsfyrirtækið Moodys hefur lækkað lánshæfi tveggja franskra banka, Credit Acricole og Societe Generale, en sérfræðingar óttast að bankarnir séu illa staddir vegna mikillar lánafyrirgreiðslu til Grikklands. Hlutabréf í bönkunum hafa fallið um 60 og 65 prósent frá því í febrúar og þriðji bankinn, BNP Paribas hefur lækkað um 53 prósent. Moodys ákvað að lækka ekki einkun þess banka en segir þó líkur á lækkun í nánustu framtíð.

Forstjóri Toys R Us greiddi vændiskonu milljónir

Paul Hopes, fyrrverandi forstjóri leikfangafyrirtækisins Toys R Us, greiddi vændiskonu 20 þúsund sterlingspund, eða 3,7 milljónir króna, á viku fyrir þjónustu sína. Hopes er fyrir rétti þessa dagana en hann er grunaður um að hafa stolið um 3,7 milljónum punda, eða 685 milljónum, frá Toys R US. Vændiskonan, sem heitir Dawn Dunbar, bar vitni fyrir réttinum í dag. Dómarinn spurði hana hvernig hún gæti réttlætt það verð sem hún hefði sett upp fyrir að þjónusta Hopes. Hún svaraði því til að hún hefði ekki verðlagt þjónustu sína. Hopes hefði greitt þetta vegna þess að honum fyndist það sanngjarnt.

Allt gert til að koma í veg fyrir greiðsluþrot Grikklands

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að Evrópusambandið gerði allt sem mögulegt væri til þess að koma í veg fyrir að Grikkland færi í greiðsluþrot. Hún segir að ef Grikkland færi úr evrusamstarfinu myndi það hafa dómínóáhrif í för með sér. Það ætti að forðast í lengstu löð. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir þetta. Við verðum að koma í veg fyrir alla ringulreið, evrunnar vegna,“ sagði Merkel.

Tölur á mörkuðum lækkuðu í morgun

Hlutabréfavísitölur um allan heim lækkuðu þegar markaðir opnuðu eftir helgina, en fjárfestar hafa þungar áhyggjur af skuldastöðu Grikklands og annarra evruríkja.

Höfundarréttur framlengdur í 70 ár

Evrópusambandið hefur tekið þá ákvörðun að framlengja höfundarrétt á tónlist úr 50 árum í 70 ár. Þetta þýðir að upptökur af tónlist eins og laginu Move It eftir Cliff Richards mun færa tónlistarmönnunum að baki laginu í fjölmörg ár til viðbótar. Samkvæmt gömlu höfundarréttarlögunum rann höfundarréttur á því lagi út fyrir tveimur árum.

Markaðir féllu í Evrópu

Hlutabréfamarkaðir hafa hríðlækkað í morgun vegna ótta um að Grikkland lendi í greiðsluþroti. FTSE vísitalan í Lundúnum fór niður um 2,5% við opnun markað, franska Cac vísitalan fór niður um 5% og þýska Dax fór niður um 3,5%. Hlutabréf í bönkum lækkuðu mest. Evran féll verulega og hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í 10 ár. Auk þess að hafa áhyggjur af skuldastöðu Grikklands hafa áhyggjur af Ítalíu versnað til muna. Phillip Roesler, efnahagsráðherra Þýskalands, sagði í blaðagrein um helgina að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að Grikkland myndi enda í greiðsluþroti.

Bönkum skipt upp og þeim gert að eiga varasjóði

Í viðamikilli óháðri skýrslu um bankamál í Bretlandi sem kom út í dag er mælt með því að bönkum verði eftirleiðis skipt upp í viðskipabanka og fjárfestingarbanka. Þá er einnig mælt með því að bankar leggi til hliðar tíu prósent af fjármagni sínu til þess að eiga upp á að hlaupa þegar harðnar á dalnum.

Tilkynntu fyrir mistök um andlát Steve Jobs

Bandaríska fréttastofan CBS tilkynnti fyrir mistök um andlát Steve Jobs á Twitter síðu fréttastofunnar. Jobs var forstjóri Apple en hann hætti störfum fyrir skömmu vegna þrálátra veikinda, en hann hefur barist við krabbamein.

Júanið á flot fyrir árið 2015

Kínversk yfirvöld hafa gefið í skyn að innan tíðar muni þau hætta að handstýra gengi gjaldeyris síns júansins. Að sögn talsmanns verslunarráðs ESB í Kína hafa embættismann þar í landi sagt að gengi júans yrði komið á flot fyrir árið 2015.

Lækkar skatta og eykur gjöld

Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að lækka skatta um 253 milljarða dala og auka ríkisútgjöld um 194 milljarða, allt í þeim tilgangi að búa til ný störf í samfélaginu.

Enn lækkar verð á mörkuðum

Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum og í Evrópu hefur lækkað nokkuð í dag en fjárfestar hafa enn miklar áhyggjur af ástandinu á efnahagskerfi heimsins. Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,7 prósent í dag og olli það lækkunum í Evrópu einnig.

Yfir 100 milljónir nota Twitter

Yfir hundrað milljónir manna um allan heim nota nú Twitter. Dick Costolo, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem rekur vefsíðuna, segir að fjöldi virkra notenda, sem skrái sig inn á síðuna að minnsta kosti einu sinni í mánuði, hafi aukist um 82% á þessu ári. Um helmingur notenda síðunnar notar hana einu sinni á dag eða oftar.

Apple leitar að öryggisstjóra

Bandaríski tæknirisinn Apple auglýsti í síðustu viku tvær stöður framkvæmdastjóra eftirlits með vörum sem ekki eru komnar á markað.

Milljónir lögðu niður vinnu á Ítalíu

Milljónir ítalskra launþega hafa lagt niður vinnu í dag til þess að mótmæla niðurskurðaráformum ítalskra stjórnvalda. Flugferðum hefur verið aflýst, lestir og strætisvagnar hafa ekki hreyfst úr stað og opinberar stofnanir hafa verið lokaðir í allan dag.

Niðursveifla á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfamarkaðir halda áfram á niðurleið frá síðustu viku um leið og óttinn vegna skuldavanda Spánar og Ítalíu hefur fengið byr undir báða vængi.

Vill að ríkisstjórnir beiti sér til að örva hagvöxt

Bandaríkin og ríki í Evrópu þurfa að beita öllum ráðum sem þau hafa til að örva hagvöxt, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters fréttastofan segir að þörf sé á innspýtingu frá ríkissjóðum þessara ríkja til þess að fjárfestar fái aftur trú á alheimshagkerfinu.

RBS ætlar að verjast með kjafti og klóm

The Royal Bank of Scotland ætlar að verjast ásökunum bandarískra stjórnvalda um blekkingar með öllum tiltækum ráðum. Bankinn er, ásamt 16 öðrum bönkum, sakaður um að hafa ofmetið gæði fasteignalánasafna sinna. Auk RBS er um að ræða banka á borð við Barclays og HSBC. Bandarísk húsnæðismálayfirvöld segja að vegna blekkinga bankanna við mat á lánasöfnum sínum hafi bandarískir skattgreiðendur þurft að reiða fram milljarða króna til að bjarga bönkunum frá falli þegar fjármálakreppan skall á.

Sjá næstu 50 fréttir