Fleiri fréttir

Golfæði runnið á Íslendinga

„Það vilja bókstaflega allir komast út. Páskarnir eru nánast uppseldir hjá okkur og vorið einnig orðið þétt. Við erum þegar farin að huga að haustferðunum. Ég hugsa að hver einasti Íslendingur sem getur haldið á kylfu fljúgi út á þessu ári,“ segir Einar Viðar Gunnlaugsson, golfstjóri hjá Úrval Útsýn en frostbitnir Íslendingar festa sér nú golfferðir til sólarlanda í unnvörpum.

Vest gefur heimsfræga hönnun

Hönnunarbúðin Vest fagnar eins árs afmæli nú í janúar en Vest kom inn í flóru hönnunarverslana á Íslandi með hvelli í byrjun árs í fyrra. Rúmgóður sýningarsalur Vest í Ármúla 17 sker sig sannarlega úr og minnir helst á listgallerý þar sem hágæða tímalausa hönnun frá Ítalíu, Noregi og Svíþjóð fær að njóta sín. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt og kaffið frábært.

Mannauðsmál sett á sama stall og fjármál

Vilmar Pétursson er menntaður í félagsfræði og félagsráðgjöf. Eftir að hafa unnið við það í nokkur ár tók hann meistarapróf í stefnumótun og stjórnun, sem fól meðal annars í sér mannauðsstjórnun. Síðustu átta ár hefur Vilmar verið mannauðsstjóri hjá Vinnumálastofnun, en áður vann hann sem ráðgjafi um stefnumótun, þjálfun og mannauðsmál hjá Capacent í um þrettán ár.

Sjá næstu 50 fréttir