Fleiri fréttir

Fylgir hugmyndafræði Slow Design

Erla Svava Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu markaðsstofunnar Icelandic Lamb í dag fyrir framúrskarandi notkun á íslenskri ull. Erla spinnur band í ofurþykkt úr ullinni og prjónar úr undir merkinu Yarm. Yarm verður á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst í dag.

Höfundur þjóðsöngs í óstuði

Halldór Laxness fann þjóðsöng Íslendinga allt til foráttu í grein sem hann skrifaði í Þjóðviljann á lýðveldisárinu 1944. Hann kvartaði m.a. yfir tónsviðinu sem spannar hvorki meira né minna en þrettán tónbil.

Rauði djöfullinn lyftir Marvel aftur á hærra plan

Alvöru nördar allra landa sameinuðust í sorg í byrjun síðustu viku þegar einn þeirra allra heilagasti andi, myndasöguhöfundurinn Stan Lee, kvaddi þennan heim væntanlega og vonandi saddur lífdaga, 95 ára að aldri.

Föðurhlutverkið hefur breytt mér

Gunnar Nelson er besti bardagamaður Íslands og hefur náð gríðarlega langt í sínu sporti og þá sérstaklega í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalistanum hjá UFC og mætir Alex Oliveira í Toronto þann 8. desember.

Hárfínn línudans við fortíðardrauga

Það er síður en svo að ástæðulausu að Arnaldur Indriðason hefur gnæft yfir íslenskum glæpabókmenntum í rúma tvo áratugi og ekki þarf að fjölyrða um það tröllatak sem hann hefur náð á forminu.

Smíða úr gulli með glæpasögur í eyrunum

Raus Reykjavík Jewelry tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrsta skipti í ár. Sýningin hefst í dag. Bak við Raus standa þær Svana Berglind Karlsdóttir, Rut Ragnarsdóttir og Auður Hinriksdóttir.

Persónurnar taka völdin

Shari Lapena er í hópi vinsælustu spennusagnahöfunda heims. Byrjaði að skrifa gamansögur en sneri sér síðan að því að skapa spennu. Er aðdáandi Agöthu Christie.

Hlýða á Gullfoss í aðdraganda tónleika

Ástin og dauðinn er heiti Tíbrártónleika í Salnum í kvöld. Þar flytja Andri Björn Róbertsson bassabarítónn og Edwige Herchenroder píanóleikari sönglög sem ýmist fjalla um ást eða dauða og jafnvel hvort tveggja.

Selkórinn fagnar 50 árum

Á hátíðartónleikum í Seltjarnarneskirkju á laugardaginn, í tilefni 50 ára afmælis Selkórsins, er Pákumessa Haydns á dagská ásamt frumflutningi tónverksins Mitt land.

Tínir steina og slípar í skart

Rúnar Jóhannesson, gullsmiður og stofnandi skartgripafyrirtækisins runia, tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst á morgun. Rúnar sýnir handgert skart úr silfri og íslenskum steinum.

Tinder í raunveruleikanum

Það kannast margir við stefnumótaappið Tinder þar sem fólk getur kynnst hvort öðru ef það hefur áhuga á.

Kalkúnaveisla á Hótel Cabin

Þakkargjörðarveisla verður haldin á Hótel Cabin á morgun og föstudag. Veislan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en boðið er upp á kalkúnahlaðborð upp á ameríska vísu.

Verndarvængur á sængurver

Börn Eddu Heiðrúnar Backman hafa í samstarfi við Betra bak látið setja eina af þekktustu myndum hennar, Verndarvæng, á sængurver.

Sjá næstu 50 fréttir